Úthlutun styrkja til verkefna 2012.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna sem stuðla að faglegri uppbyggingu á verkefnasviði ráðuneytisins.
Úthlutunin er í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar styrkja til áhugahópa og faglegs starfs, en Alþingi hefur hætt úthlutun á styrkjum til ýmissa verkefna eins og verið hefur. Alþingi ákvarðar áfram upphæð fjárframlaga en úthlutun er í höndum ráðuneyta eftir málefnasviðum þeirra.
Í úthlutun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins var lögð áhersla á verkefni sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins en 36 milljónir króna voru til ráðstöfunar. Tók ráðuneytið afstöðu til 25 umsókna þar sem sótt var um 130 milljónir króna.
Lista yfir úthlutunina má sjá hér.