Eitt stærsta fyrirtæki heims í snyrtivöruframleiðslu semur við Ensímtækni
Intercos, sem er eitt stærsta fyrirtæki í snyrtivöruframleiðslu í heiminum, samdi nýlega við fyrirtækið Ensímtækni um að nota tækni- og efnaþekkingu fyrirtækisins í snyrtivörur sínar.
Ensímtækni, eða Zymetech eins og það er kallað á ensku, var stofnað af prófessor Jóni Braga Bjarnasyni og sérhæfir sig í rannsóknum á ensímum unnum úr sjávarlífverum. Ein helsta vara fyrirtækisins er PENZIM húðáburður, sem hefur læknandi áhrif.
Samningurinn er við hollenskt fyrirtæki, CRB Benelux, dótturfyrirtæki Intercos, sem hefur verið að prófa ensím framleidd af Ensímtækni með góðum árangri og ætlar að nota þau í tengslum við framleiðslu á hágæða snyrtivörum sínum
Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð Íslands var Ensímtækni innan handar við samningagerðina. Nánari upplýsingar um þjónustu Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir Kristín Halldórsdóttir [email protected]