Hoppa yfir valmynd
19. mars 2012 Matvælaráðuneytið

FerðaAskur er ómissandi í útivistarferðina!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Frumkvöðlafyrirtækið MatAskur ehf býður nú ferðamönnum sérlagað nesti eftir kúnstarinnar reglum undir heitinu FerðaAskur. Nestinu er sérpakkað þ.a. vel fari um það í ferðalaginu og allur maturinn er tilbúinn í einum pakka, degi fyrir brottför.

FerðaAskur er til í mörgum stærðum og gerðum og hentar því ýmis konar ferðum; s.s. gönguferðum, jeppaferðum, rútuferðum, hestaferðum, skíðaferðum og öðrum útivistarferðum, hvort sem um er að ræða dagsferðir eða allt upp í 5 daga gönguferðir með allt á bakinu og allt þar á milli.

Þá er nýr Askur að koma á markað innan skamms, SveitaAskur, en hann mun innihalda séríslenskan sælkeramat og bakkelsi frá bændum og smáframleiðendum af öllu landinu. Flestar þessar afurðir eru einungis seldar á býlunum sjálfum og því einstakt tækifæri fyrir Íslendinga á höfuðborgarsvæðinu og erlenda ferðamenn að kynnast íslenskri sælkeramatarmenningu af öllu landinu á einu bretti.

Allar nánari upplýsingar um Askana er að finna á www.mataskur.is

MatAskur ehf, er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta