Hoppa yfir valmynd
20. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Grænkun atvinnulífsins - úr brúnu í grænt

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í samvinnu við íslenskt atvinnulíf unnið að mótun hugmynda um hvernig draga megi úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla þannig að grænkun atvinnulífsins. Grænkun er skilgreind sem hver sú athöfn í starfi fyrirtækis eða atvinnugreinar sem dregur úr mengun. Dæmi um grænkun gæti verið hvers kyns minnkun á losun efna og gróðurhúsalofttegunda út í umhverfið og betri nýting auðlinda. Umhverfisáhrif má til dæmis mæla með því að skoða heildarlosun gróðurhúslofttegunda. Í þessu sambandi hefur verið notað hugtakið "kolefnisfótspor" (e. Carbon footprint) sem eins konar myndlíking um heildaráhrif losunar gróðurhúsalofttegunda á líf okkar allra. 

Í tengslum við ársfund sinn gaf Nýsköpunarmiðstöð Íslands út rit um grænkun atvinnulífsins þar sem sýnt er hvernig grænkun getur birst í nær allri atvinnustarfssemi í landinu. Dæmin sem fram koma í ritinu eru engan veginn tæmandi lýsing á þeim möguleikum sem til eru til grænkunar atvinnulífsins. Þær hugmyndir sem fram koma í ritinu er beint svar við brýningu þingnefndar Alþingis um grænt hagkerfi og áskorun nefndarinnar til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um að vinna og setja fram tillögur um grænt atvinnulíf. 

Og það er verk að vinna því að þrátt fyrir hina margrómuðu hreinu orku Íslands, er losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi nær þrisvar sinnum meiri á mann, en að meðaltali í OECD ríkjunum!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta