Upplýsingavefur um yfirfærslu málefna aldraðra til sveitarfélag
Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er unnið að því að flytja ábyrgð á helstu meginþáttum þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga. Nefnd á vegum velferðarráðherra sem skipuð er fulltrúum hlutaðeigandi ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila, svo sem fulltrúum félagasamtaka aldraðra, samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og stéttarfélaga starfsmanna, vinnur að undirbúingi yfirfærslunnar.
Á vefsvæðinu verða birtar fundargerðir nefndarinnar, ýmsar upplýsingar tengdar starfi hennar og gögn sem nýtast við undirbúning þessa viðamikla verkefnis.