Fengur í Hveragerði framleiðir verðmæti úr því sem áður var urðað
Sigurður Halldórsson og hans menn hjá fyrirtækinu Feng í Hveragerði reka fullkomna verksmiðju þar sem spónn er framleiddur úr endurvinnanlegu timbri. Hráefnið er trjákurl frá Gámaþjónustunni, sem er afurð unnin úr afsettu timbri. Trékurlið er þurrkað með jarðgufu frá hitaveitu Ölfuss og samræmist það stefnu fyrirtækisins um að nota vistvæna orkugjafa til framleiðslunnar. Þess má einnig geta að allar umbúðir utan um spóninn eru endurnýtanlegar.
Árleg framleiðsla er um 3.000 tonn af gæða spóni og er nýtingin á hráefninu nánast 100%. Sem dæmi um gæði spónsins má tiltaka að hann er ávallt 95% þurr við afhendingu, en algengt er að rakastig á undirburði sé um 15-20%. Spónninn er aðalega notaður sem undirburður undir hross og annan búpening. Spónnin býður hins vegar upp á mikla möguleika á framleiðslu á fleiri vörum og er fyrirtækið með fleiri vörur í þróun.