Hoppa yfir valmynd
21. mars 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr fornleifasjóði 2012

Stjórn fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2012. Sjóðurinn starfar skv. 24. grein þjóðminjalaga nr. 107/2001.

Fjárveiting til sjóðsins í ár var 32.900.000 krónur. 49 umsóknir komu til umfjöllunar að þessu sinni og voru þær samtals að upphæð 125.741.775 krónur.

Samþykktir voru styrkir til 24 aðila að upphæð 32.000.000 króna.

Fornleifarannsókn í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit 3.500.000
Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses.
Kirkjur Reykholts. Úrvinnsla fornleifarannsókna 3.000.000
Guðrún Sveinbjarnardóttir 
Rannsóknir að Þegjandadal og Litlu-Núpum 3.000.000
Hið Þingeyska fornleifafélag
Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Úrvinnsla fornleifarannsókna 2.500.000
Garðar Guðmundsson o.fl. Fornleifastofnun Íslands ses.
Úrvinnsla fornleifarannsóknar í Skálholti 2.000.000
Dr.Gavin M. Lucas. Fornleifastofnun Íslands ses.
Skagfirska kirkjurannsóknin, II áfangi 2.000.000
Byggðasafn Skagfirðinga, fornleifadeild
Rannsókn á landnámsminjum, Vogur í Höfnum 1.750.000
Dr. Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan
Frágangur rannsóknarsvæðis að Skriðuklaustri 1.500.000
Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, Skriðuklaustursrannsóknir
Úrvinnsla gagna úr fornleifarannsókn í Keldudal, Skagafirði                         1.500.000
Byggðasafn Skagfirðinga, fornleifadeild
Eyfirsk verstöð á barmi eyðileggingar, Siglunes 1.000.000
Birna Lárusdóttir o.fl. Fornleifastofnun Íslands ses.
Kuml í uppsveitum Borgarfjarðar 1.000.000
Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses.
Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi 1.000.000
Sindri Ellertsson Csillag o.fl., Fornleifafræðistofan 
Kolkuóshöfn í Skagafirði 1.000.000
Ragnheiður Traustadóttir, Hólarannsóknin, Háskólinn á Hólum
Strandminjar í hættu, fornleifaskráning í austanverðum Skagafirði 1.000.000
Byggðasafn Skagfirðinga, fornleifadeild
Rannsókn miðaldabyggðar á Bessastöðum á Álftanesi     800.000
Guðmundur Ólafsson og Vala Gunnarsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands
Póstskipið Phønix     800.000
Dr. Ragnar Edvardsson, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum
Kínamúrar Íslands , Úrvinnsla rannsókna á jarðlögum                                          750.000
Árni Ólafsson, Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Stefán Ólafsson
Forvarsla og greining 17.-20. aldar textíla úr Vatnsfirði                                        750.000
Þórdís Anna Baldursdóttir
Úrvinnsla Sveigakotsrannsókna     600.000
Dr. Orri Vésteinsson, Háskóla Íslands 
Hvalveiðar útlendinga við Ísland     600.000
Dr. Ragnar Edvardsson, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum
Kúabót í Álftaveri     500.000
Ármann Guðmundsson, Fornleifafræðistofan
Hólmur í Nesjum, greining jarðvegssýna     500.000
Inga Hlín Valdimarsdóttir, Fornleifafræðistofan
Teikning gripa frá Sveigakoti     500.000
Stefán Ólafsson
Járnvinnsluleifar á Naustum á Akureyri, úrvinnsla og greining     500.000

Samtals 32.000.000


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta