Hoppa yfir valmynd
22. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Iðnaðarráðherra undirritar samning við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Matarsmiðjan á Flúðum var heimsótt
Matarsmiðjan á Flúðum var heimsótt

Oddný G Harðardóttir iðnaðarráðherra gerði víðreist um Suðurlandi í gær. Tilefni heimsóknarinnar var að skrifa undir viðaukasamning við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands varðandi átaksverkefni um uppbyggingu og eflingu klasasamstarfs á svæði Vaxtarsamningsins.

Í ferðinni fékk ráðherra jafnframt kynningu á áhugaverðum samstarfs- og klasaverkefnum sem hlotið hafa styrk úr Vaxtarsamningnum.

Ráðherra heimsótti auk þess nokkur fyrirtæki í ferðinni og lá leiðin fyrst í Matarsmiðjuna á Flúðum en hún er rekin af Matís í samstarfi við sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og HÍ.

Ráðherra heimsótti endurvinnslufyrirtækið Feng í Hveragerði en þar eru unnar vörur  úr endurunnu timbri og er mikil áhersla lögð á að nota vistvæna orkugjafa við framleiðsluna. Meðal framleiðsluvara er spónn  ætlaður fyrir íslenskan landbúnað og eru uppi áætlanir um að framleiða árlega um 3000 tonn fyrir innlendan markað.

Þá heimsótti  Oddný Friðheima í Reykholti en þar sinna menn jöfnum höndum ylrækt á tómötum, hestamennsku og ferðaþjónustu.




 

Drengir úr tónlistarskólanum spiluðu fyrir gesti í Friðheimum
Drengir úr tónlistarskólanum spiluðu fyrir gesti í Friðheimum
Sigurður Halldórsson framkvæmdastjóri Fengs í Hveragerði
Sigurður Halldórsson framkvæmdastjóri Fengs í Hveragerði
Ráðherra og Sandra D. Gunnarsdóttir, form. stj. Vaxtarsamnings Suðurlands
Ráðherra og Sandra D. Gunnarsdóttir, form. stj. Vaxtarsamnings Suðurlands

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta