Hoppa yfir valmynd
22. mars 2012 Dómsmálaráðuneytið

Norrænn fundur embættismanna á sviði útlendingamála

Norrænn embættismannafundur um útlendingamál hefur staðið yfir í innanríkisráðuneytinu í dag. Fundinn sækja kringum 15 manns, fulltrúar ráðuneyta sem fara með útlendingamál, og fer Ísland með formennsku í hópnum.

Norrænir embættismenn á sviði útlendingamála héldu fund í innanríkisráðuneytinu í dag.
Norrænir embættismenn á sviði útlendingamála héldu fund í innanríkisráðuneytinu í dag.

Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, stýrir fundinum en ásamt fulltrúum innanríkisráðuneytisins sitja fundinn af hálfu Íslands, fulltrúar frá Útlendingastofnun. Fundir sem þessir eru haldnir reglulega á Norðurlöndunum til skiptis. Fjallað er um þróun og breytingar á sviði málefna um útlendinga, hælisleitendur og fleira og um samvinnu ríkjanna á þessum sviðum. Í haust verður fundur norrænna ráðherra útlendingamála haldinn á Íslandi.

Norrænir embættismenn á sviði útlendingamála héldu fund í innanríkisráðuneytinu í dag.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta