Hoppa yfir valmynd
22. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Úthlutun styrkja sem fjárlaganefnd Alþingis veitti áður

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Velferðarráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til rekstrar og verkefna á vegum félagasamtaka sem starfa á verkefnasviði ráðuneytisins og njóta ekki framlaga á fjárlögum. Til ráðstöfunar voru 378 milljónir króna og voru styrkir veittir til fjölbreyttra verkefna á hendi 74 félagasamtaka.

Þetta er í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar styrkja til félaga, samtaka og lögaðila sem áður var á hendi Alþingis. Samkvæmt breytingunum er úthlutunin nú í höndum einstakra ráðuneyta eftir málefnasviðum þeirra en Alþingi ákveður heildarupphæð framlaga.

Með þeirri breytingu sem Alþingi ákvað á fyrirkomulagi styrkveitinga voru framlög til 15 félagasamtaka sem áður hafa fengið framlög á sérstökum fjárlagaliðum felld niður og sameinuð safnliðum velferðarráðuneytisins. Framlög til þessara félaga eru tilgreind í meðfylgjandi lista.

Styrkir ráðuneytisins eru á fjórum málefnasviðum ráðuneytisins auk verkefna- og rekstrarstyrkja. Málefnasviðin eru: Endurhæfing, fjölskyldu- og jafnréttismál, forvarnir og fræðsla og málefni fatlaðs fólks.

Velferðarráðuneytið tók til meðferðar 166 umsóknir frá 116 aðilum þar sem sótt var um styrki samtals að fjárhæð 980.969.577 kr.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta