Hoppa yfir valmynd
26. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Stefnir í metsumar á Keflavíkurflugvelli 17 flugfélög munu annast áætlunar- og leiguflug í sumar

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Áætlað er að umfang flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli slái öll fyrri met á komandi sumri. Á vef ISAVIA kemur fram að veruleg aukning verði í leiðakerfum  flugrekenda sem aldrei hafa haft jafnmarga áfangastaði í áætlunar- og leiguflugi til og frá landinu. Alls munu 17 flugfélög halda uppi ferðum til landsins í sumar og tvö ný félög hyggjast halda uppi áætlunarflugi allt árið.

Ljóst er að markaðssetning íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur verið mjög árangursrík en flugsamgöngur eru ein helsta undirstaða ferðaþjónustunnar.

Álag á starfsemina á Keflavíkurflugvelli eykst gríðarlega yfir sumarmánuðina. Síðastliðið sumar voru 18–20 farþegaflug afgreidd á háannatíma að morgni og síðdegis flesta daga vikunnar. Samkvæmt áætlun fyrir komandi sumar munu 23 farþegaflug verða afgreidd yfir háannatíma að morgni og síðdegis þegar álagið verður hvað mest. Búist er við að um 15 þúsund farþegar fari um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dag þegar mest verður í júní, júlí og ágúst.

Á næstu vikum verður ráðist í endurbætur á flugstöðinni til þess að vera betur í stakk búinn að anna þessari miklu umferð og auka þægindi flugfarþega. Gerður verður nýr inngangur í norðurbyggingu flugstöðvarinnar fyrir farþega sem fluttir verða með rútum til og frá flugvélum sem fá afgreiðslu á stæðum fjarri flugstöðinni. Afköst í vopnaleit verða aukin og sjálfsinnritunarstöðvum fjölgað í brottfararsal.

Eftirfarandi flugfélög annast áætlunar- og leiguflug á Keflavíkurflugvelli í sumar: 

  • Air Berlin
  • Avion Express (WOW Air)
  • Air Greenland
  • Austrian Airlines
  • Delta Air Lines
  • Deutsche Lufthansa
  • easyJet
  • Edelweiss Air
  • Germanwings
  • Holidays - Czech Airlines (Iceland Express)
  • Icelandair
  • Niki Luftfahrt
  • Norwegian Air Shuttle
  • Primera Air
  • Scandinavian Airlines System
  • Transavia.com France
  • Travel Service    
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag                         


                                                                                 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta