Hoppa yfir valmynd
27. mars 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning  á drögum að frumvarpi til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna

Nefnd um endurskoðun laga um LÍN hefur lagt fram drög að frumvarpi, sem nú eru til almennrar kynningar

LÍN
LÍN

Hinn 9. júní 2011 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra nefnd til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Hún var þannig skipuð:

  • Ingvi Snær Einarsson, formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra
  • Haraldur Guðni Eiðsson tilnefndur af Lánasjóði íslenskra námsmanna,
  • Auður Lilja Erlingsdóttir, tilnefnd af Lánasjóði íslenskra námsmanna,
  • Lilja Dögg Jónsdóttir tilnefnd af Stúdentaráði Háskóla Íslands og
  • Skúli Sveinsson, tilnefndur sameiginlega af Bandalagi íslenskra námsmanna, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis.

Samkvæmt skipunarbréfi var nefndinni er ætlað að skýra tilgang og markmið námslánakerfisins á Íslandi og meta stöðu þess með hliðsjón af þróun námsframboðs og menntunar á háskólastigi. Nefndinni var sérstaklega ætlað að fjalla um eftirfarandi álitaefni:

  • Hver á að vera hugmyndafræðilegur grundvöllur námslánakerfisins á Íslandi?
  • Hvaða nám á að vera lánshæft?
  • Hver eiga að vera skilyrði fyrir námsaðstoð?
  • Hvers konar námsaðstoð á að vera í boði í lánshæfu námi?
  • Hvernig skal ákvarða lánsfjárhæðir?
  • Á hvaða sjónarmiðum skal byggja við tilhögun á endurgreiðslu námslána?
  • Hvernig skal hátta stjórnskipulagi Lánasjóðs íslenskra námsmanna?
  • Hvernig á að fjármagna Lánasjóð íslenskra námsmanna og hvaða kröfur skulu gerðar til sjóðsins um sjálfbæran rekstur?
  • Hvert á að vera hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna þegar kemur að náms- og vinnumarkaðsúrræðum fyrir ungt fólk án atvinnu?

Nefndin hefur  látið mennta- og menningarmálaráðherra í té drög að lagafrumvarpi ásamt greinargerð, sem nú eru lögð fram til almennrar kynningar. Tekið skal fram að hér er um frumdrög að ræða, sem hvorki hafa verið færð í frumvarpsbúning af hálfu ráðuneytisins né prófarkalesin með tilliti til framlagningar á Alþingi. Greinargerðin er á eftir frumvarpstextanum. Sjá hér að neðan:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta