Hoppa yfir valmynd
27. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Listin að veiða „inspireraða“ erlenda ferðamenn á netinu með vestfirsku rokki!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Lokahnykkurinn í  vorátaki „Inspired by Iceland“ er þátttaka í tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður  en tónlistarhátíðinni verður streymt af vef IBI. Hugurinn ber mann hálfa leið og það er ekki að efa að fjölmargir út um allan heim munu verða í huganum og tölvunni vestur á Ísafirði um páskahelgina. Og fyrir vikið eru þeir miklu líklegri en ella að sækja Ísland heim.

Gestrisini og góður matur eru á meðal þess besta sem Ísland hefur að bjóða og undanfarið hefur erlendum ferðamönnum verið boðið að kynnast íslenskri matarmenningu í stórbrotnu umhverfi íslenskrar náttúru, í litlu ferðahúsi á hjólum sem hefur fengið nafnið Eldhús. Eldhúsið rúmar fjóra auk gestgjafa og matreiðslumanns og að sjálfsögðu verður það staðsett á Ísafirði á meðan á hátíðinni stendur. Ísfirðingar og nærsveitamenn eru jafnframt hvattir til þess að bjóða erlendum ferðamönnum í eldhúsið heima hjá sér. Það er ekki að efa að margur ferðamaðurinn mun eiga ljúfar matar- og rokkminningar frá þessari mögnuðu hátíð.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta