Hoppa yfir valmynd
28. mars 2012 Utanríkisráðuneytið

Náttúruhamfara í Japan minnst

Utanríkisráðherra ásamt Masayuki Takashima, sendiherra
Utanríkisráðherra ásamt Masayuki Takashima, sendiherra

Hinn 27. mars hélt sendiráð Japans á Íslandi athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur til að minnast þess að 11. mars síðastliðinn var liðið ár frá hamförunum miklu í Japan sem fylgdu í kjölfar jarðskjálftans við austurströnd landsins.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpaði minningarathöfnina. Færði hann Japönum samúðarkveðjur íslensku þjóðarinnar og vottaði látnum fórnarlömbum hamfaranna virðingu sína. Í máli utanríkisráðherra kom meðal annars fram að stærð jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið eigi sér fá fordæmi og náttúruöflin hafi þar sýnt ofurmátt sinn. Sagði hann viðbrögð og endurreisnarstarf Japana aðdáunarverð og að Japanir geti reitt sig á stuðning Íslendinga.

Á myndinni má sjá utanríkisráðherra ásamt Masayuki Takashima, sendiherra.   




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta