Hoppa yfir valmynd
29. mars 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný rit frá Eurydice

Eurydice hefur gefið út rit um kennslu náttúrufræðigreina og stærðfræði.

Nýlega kom út á vegum Eurydice, upplýsingavefs um menntamál í Evrópu, ritið Science Education in Europe: National Policies, Practices and Research. Í ritinu er leitast við að kortleggja stefnur, lög og reglur sem tengjast kennslu náttúrugreina í Evrópu.

Þá kom einnig út á vegum Eurydice, ritið Mathematics Education in Europe: Common Challenges and National Policies. Í ritinu er byggt á upplýsingum um nám á grunnskólastigi frá 31 ríki, þ.e. ríki ESB auk Íslands, Noregs, Lichtenstein og Tyrklands. Leitast er við að skoða helstu ögranir menntakerfa ríkjanna á sviði stærðfræðináms og kennslu, og aðgerðir til úrbóta.

  • Á vef Eurydice má finna rafræna útgáfu af ritunum auk ýmissa upplýsinga um menntamál í Evrópu, m.a. ítarlegan gagnagrunn um menntakerfi landanna. Vefur Eurydice 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta