Hoppa yfir valmynd
29. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Of þungir erlendir unglingar gætu fundið lausn sinna mála á Íslandi!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það eru margar markaðssyllurnar í ferðaþjónustunni og ein af þeim álitlegri er heilsuferðaþjónusta.

Óhófleg líkamsþyngd er meðal þeirra krankleika sem herjar á Vesturlandabúa og í hópi of þungra eru allt of margir unglingar. En þar sem er vandamál – þar er líka lausn!

Miðvikudaginn 11. apríl næstkomandi gengst Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir málþingi um stofnun meðferðaþjónustu ætlaða erlendum unglingum sem eiga við ofþyngd að stríða.

Á málþinginu er víða komið við; yfirlæknir spyr (og svarar) hvað sé til ráða, sviðsstjóri hjá ÍTR dregur upp mynd af íþróttaaðstöðu og afþreyingu unglinga á Íslandi og við skoðum málið út frá sjónarhóli íslenska ferðaþjónustubóndans. Og lokaspurningin er vitanlega hvort að það sé raunhæf hugmynd að byggja upp meðferð fyrir of þunga unglinga á Íslandi?

Málþingið verður haldið í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 11. apríl klukkan 14:15 - 16:30.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta