Hoppa yfir valmynd
29. mars 2012 Heilbrigðisráðuneytið

Samráðsfundur vestnorrænna heilbrigðisráðherra á Grænlandi

Vestnorrænu ráðherrarnir
Vestnorrænu ráðherrarnir

Agathe Fontain, heilbrigðisráðherra Grænlendinga, bauð kollegum sínum Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra frá Íslandi og Karsten Hansen frá Færeyjum til fyrsta samráðsfundar vestnorrænna ráðherra á þessu sviði sem haldinn var í Nuuk dagana 24. til 25. mars síðastliðinn. Rætt var um aukið samstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála. 

Barn með hund við kaupfélagið í KapisigdlitMeð Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra voru með í för fulltrúar frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Umtalsvert samstarf er milli landanna um sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu og var á fundinum rætt sérstaklega um möguleika frekara samstarfi á því sviði. Einnig voru ræddir möguleikar á víðtækara samstarfi, til dæmis á sviði lyfjamála og þróunar rafrænnar sjúkraskrár.

Guðbjartur Hannesson sagði ástæðu til að fagna frumkvæði grænlenska ráðherrans að þessum nýja samráðsvettvangi. „Jafnvel þótt áskoranir heilbrigðisþjónustunnar í löndunum þremur séu að einhverju marki ólíkar, eru engu að síður margir þættir sameiginlegir. Heilbrigðisþjónusta í dreifðum og fámennum byggðum er úrlausnarefni sem við öll glímum við auk mönnunarvanda sem víða er vandamál. Löndin þrjú eru öll fremur fámenn og því getur samvinna okkar skipt sköpum við úrlausn mála sem hvert einstakt ríki gæti síður ráðið við vegna smæðar sinnar.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta