Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ákveðið að semja aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í dag að gera aðgerðaráætlun í málefnum ungs fólks að tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra og Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum 30. mars síðastliðinn að gera aðgerðaráætlun í málefnum ungs fólks að tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra og Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Markmiðið er að setja fram skýra framtíðarsýn um tækifæri fyrir ungt fólk í samfélaginu þar sem byggt er á jafnrétti og jöfnun tækifærum.

Ákvörðunin byggist á stefnu ríkisstjórnarinnar um að „kappkosta að byggja upp á Íslandi opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði.“

Skipaður verður samráðshópur um verkefnið þar sem leitast verður við að tryggja breiða aðkomu ungs fólks til að draga fram sem fjölbreyttust viðhorf og sjónarmið. Mikilvægt er að samráðshópurinn hafi í vinnu sinni og tillögugerð hliðsjón af annarri stefnumótun sem unnið er að og hefur þýðingu fyrir ungt fólk svo sem á sviði húsnæðismála, menntamála og atvinnumála.

Gudbjartur_HannessonGuðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að margvíslegar áskoranir og úrlausnarefni brenni á ungu fólki á Íslandi um þessar mundir en bendir á að í þeim felist margvísleg tækifæri: „Rúmum þremur árum eftir hrun er enn margt ungt fólk á Íslandi sem telur von um fleiri og betri tækifæri erlendis. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Því er brýnt að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag  sem býður ungu fólki tækifæri til fjölbreyttrar menntunar og atvinnu, möguleika til að stofna heimili og fjölskyldu í öruggu húsnæði og hvetur fólk til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagins.“

 

 

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttirtelur það vera lykilatriði að móta framtíðarsýn í þessum málum. „Samfélagið á Íslandi hefur breytst mjög hratt á undanförnum árum og það skiptir máli að stjórnvöld hlúi sem best að ungu fólki þannig að það muni áfram taka þátt í að byggja upp öflugt samfélag á sjálfbærum grunni.“



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta