Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2012 Utanríkisráðuneytið

Ræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á fundi "Friends of Syria" í Istanbúl

Syria-map
Kort af Sýrlandi

Sameiginleg ræða allra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um ástandið í Sýrlandi var flutt á sérstökum fundi ,,Vina Sýrlands" sem haldinn var um helgina í Istanbul í Tyrklandi. Þar lýsa Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin fullum stuðningi við friðaráætlun Kofi Annan en benda á að ofbeldið í landinu geysi enn. Áfram verði að halda uppi þrýstingi á sýrlensk stjórnvöld til að tryggja að þau standi við gefin loforð um að hlíta áætlun Annans. Það sé sameiginleg skylda allra að koma í veg fyrir að blóðug borgarastyrjöld brjótist út í Sýrlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir svæðið allt. Lýst er yfir stuðningi við lýðræðisöflin í Sýrlandi og stjórnarandstaðan er hvött til að sameina krafta sína. Þá er þess krafist að sýrlensk stjórnvöld heimili þegar í stað mannúðaraðstoð til handa óbreyttum borgurum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða stjórnvalda. Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar flutti ræðuna fyrir hönd ríkjanna.

Ræðuna má lesa hér í heild sinni (á ensku)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta