Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

Marsmet í fjölda ferðamanna

 

Alls fóru 33.600 erlendir ferðamenn frá landinu í nýliðnum marsmánuði eða tæplega sjö þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011.

Það er Ferðamálastofa sem tekur saman tölur um fjölda farþega sem ferðast um Leifsstöð. Aukning ferðamanna nú í mars mældist 26,2% milli ára en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin verið að jafnaði 7,9% milli ára í mánuðinum. Ferðamenn í nýliðnum mars voru tæplega helmingi fleiri en í sama mánuði árið 2002.

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í mars frá Bretlandi eða 27,1% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 13,4% af heildarfjölda, síðan komu Norðmenn (9,4%), Danir (8,0%), Þjóðverjar (6,0%), Frakkar (5,2%), Svíar (5,0%) og Hollendingar (3,8%). Samtals voru þessar átta þjóðir 77,9% af heildarfjölda ferðamanna í mars.

Frá áramótum hafa 87.658 erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er um 22 prósenta aukning frá árinu áður. Um 54% aukning hefur verið í brottförum Breta, um fjóðungsaukning (25,3%) í brottförum N-Ameríkana og sama aukning frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”. Brottförum Norðurlandabúa hefur fjölgað lítils háttar eða um 6,6%. Mið- og S-Evrópubúum hefur hins vegar fækkað lítils háttar.

Sjá nánar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta