Húsey er sannkölluð perla í ferðaþjónustuflóru Íslands
Örn Þorleifsson og Laufey Ólafsdóttir fengu nýverið viðurkenninguna KLETTINN sem veitt er árlega af Ferðamálasamtökum Austurlands til einstaklinga sem hafa um árabil staðið í framlínu ferðaþjónustu á svæðinu.
Þau hjónin starfrækja farfuglaheimili nánast allt árið og samhliða því kröftuga ferðaþjónustu. Á bænum eru 70 hestar, kýr og 25 kindur og gestir upplifa einstaka náttúrufegurð, dýralíf og rómaða gestrisni. Til gamans má geta þess að í nágrenninu verpa um þrjátíu tegundir fugla og þar er að finn um 175 gróðurtegundir, en óalgengt er að finna fleiri en 90 tegundir á einum stað á Íslandi. Mörg hundruð sela kæpa á bökkum Jökulsár og synda kringum Húsey. Meðal þess sem í boði er eru skipulagðar hestaferðir þar sem ýmist eru skoðaðir selir eða hreindýr.