Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki gera hosur sínar grænar fyrir Kínverjum

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Um 9.000 kínverskir ferðamenn sóttu Ísland heim síðasta sumar og er það 70% aukning miðað við árið á undan. Þetta er þó ekki stór hluti kínversku þjóðarinnar eða aðeins um 0,0007%. Vonir standa til að fjölga megi kínverskum ferðamönnum til Íslands enn frekar en hugur sífellt fleiri Kínverja stendur til utanfara samfara auknum kaupmætti í landinu.

Nýverið kynntu fjögur íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi sína í kínversku borgunum Chongqing og Peking. Fyrirtækin sem um ræðir voru Iceland Travel, Allrahanda, Icelandair og Hotels of Iceland en síðastnefnda er skrifstofa Foss- og Reykjavíkurhótela í Kína. Meðal þess sem starfsmenn kínveskra ferðaskrifstofa spurðu um á kynningunum voru einstaklings- og hópferðir, vegabréfsáritanir, valmöguleikar í flugtengingum til Íslands, ráðstefnuhald og hvataferðir.

Sendiráðið í Peking og Íslandsstofa, sem önnuðust kynningarnar, hafa nú unnið saman að því í rúmlega ár að kynna íslenska ferðaþjónustu fyrir kínverskum ferðaskrifstofum og neytendum. Markaðsstarfið hefur hingað til einskorðast við útgáfu kynningarefnis og þátttöku í ferðasýningum. Viðburðirnir í Chongqing og Peking gáfu tækifæri til að kynna Ísland sem áfangastað eitt og sér og þar gátu íslensku fyrirtækin átt fundi með kínverskum systurfyrirtækjum sínum eftir kynningarnar.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta