Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

Kallað eftir erindum á ráðstefnu um tölfræði í ferðaþjónustu

Auglýst hefur verið eftir erindum á ráðstefnu um tölfræði í ferðaþjónustu (Global Forum on Tourism Statistics)  sem haldin verður í fyrsta sinn á Íslandi dagana 14.-16. nóvember 2012.

Vakin er athygli á því að frestur til að senda inn erindi fyrir ráðstefnuna rennur út 30. apríl n.k.

Ágrip skal senda inn  í gegnum heimasíðu ráðstefnunnar og skulu þau ekki vera lengri  en 400 orð.

Ráðstefnan sem er haldin annað hvert ár af EUROSTAT (Hagstofu Evrópusambandsins) og ferðamálanefnd OECD er á þessu ári haldin í samvinnu við ráðuneyti ferðamála (iðnaðarráðuneytið), Hagstofu Íslands, Ferðamálastofu og Rannsóknarmiðstöð ferðamála. 

Allar nánari upplýsingar má finna á vef ráðstefnunnar

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta