20 umsagnir bárust vegna tillagna um endurskoðun iðnaðarlaga
Nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði til að skoða hugsanlega endurskoðun iðnaðarlaga, nr. 42/1978, skilaði skýrslu með tillögum sínum til ráðherra í byrjun febrúar. Ákveðið var að gefa almenningi og hagsmunaaðilum tækifæri til að gera athugasemdir við tillögur nefndarinnar og stóð umsagnarferlið yfir frá 8. febrúar til 27. mars. Alls bárust 20 umsagnir og eru þær allar birtar á þessari síðu. Iðnaðarráðherra mun nú fara yfir umsagnirnar og í framhaldi af því taka ákvörðun um hvernig unnið verði úr tillögum nefndarinnar.
- Félag bókagerðarmanna
- Félag íslenskra gullsmiða
- Félag íslenskra snyrtifræðinga
- Félag skrúðgarðyrkjumeistara
- Flugvirkjafélag Íslands
- Hagsmunasamtök um ljósmyndun
- Iðnaðarmannafélög innan ASÍ (Samiðn - Samband iðnfélaga, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag bókagerðarmanna, Félag vélstjóra- og málmtæknimanna, MATVÍS,
Mjólkurfræðingafélag Íslands) - Kjartan Reynir Ólafsson
- Klúbbur matreiðslumeistara
- Klæðskera- og kjólameistarafélagið
- Konditorsamband Íslands
- Landssamband bakarameistara
- Ljósmyndarafélag Íslands
- Meistaradeild Samtaka iðnaðarins (Málarameistarafélagið, Meistarafélag Suðurlands, Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Félag blikksmiðjueigenda, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi, Meistarafélag húsasmiða, SART-Samtök rafverktaka, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara)
- Meistarafélag í hárgreiðslu
- Mjólkurfræðingafélag Íslands
- Múrarameistarafélag Reykjavíkur
- Rafiðnaðarsamband Íslands
- Samtök iðnaðarins
- VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna
Tengt efni: