Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

„Breiðafjarðarlagið“ og Cleopatra úr trefjaplasti skila Trefjum ehf Útflutningsverðlaunum forseta Íslands

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Frá árinu 1979 hefur fyrirtækið Trefjar ehf. framleitt yfir 400 smábáta af ýmsum stærðum og gerðum. Og í gær afhenti forsetinn Auðunni N. Óskarssyni sérstök útflutningsverðlaun í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. 

Upphaflega var fyrirtækið stofnað til að framleiða bílahluta úr trefjaplasti en framleiðslan þróaðist fljótt út í smíði á bátum. Fyrstu árin voru framleiddir bátar undir tegundarheitinu Skel byggðist hönnunin á gamalreyndu íslensku bátalagi “Breiðafjarðarlaginu” sem hafði sannað ágæti sitt við erfiðar aðstæður á Íslandsmiðum lengst af tuttugustu öldinni. Skel bátarnir sameinuðu kosti eldri hönnunar og nýrra tíma í framleiðslutækni. Bátarnir voru hvoru tveggja vinsælir meðal atvinnusjómanna og þeirra sem notuðu þá til skemmtunar. Skel bátarnir eru ennþá hluti af framleiðslu Trefja.

Árið 1994 þróuðu Trefjar nýja línu hraðfiskibáta undir nafninu Cleopatra. Cleopatra bátarnir eru í dag aðalframleiðsluvara fyrirtækisins. Í dag eru bátarnir í megindráttum framleiddir í fjórum stærðum Cleopatra Fisherman 31, Cleopatra Fisherman 33, Cleopatra Fisherman 38 og Cleopatra Fisherman 50. Cleopatra bátarnir eru hraðfiskibátar sem eru hannaðir til að standast ýtrustu kröfur atvinnusjómanna um hagkvæmni, hraða og sjóhæfni.

Vörumerkið Cleopatra er vel þekkt á mörkuðum í Skandinavíu og víðar og hefur fyrirtækið selt báta til fjögurra heimsálfa. Trefjar hafa afgreitt báta til 4 heimsálfa

Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1989 og meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina má nefna Össur, Sæplast, Guðmundur Jónasson, GoPro Landsteinar, Bláa lónið, CCP og Marel og Ferðaþjónusta bænda.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta