Ný þjónusta
Nú er hægt að sjá hvað er efst á baugi í nokkrum stofnunum, sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið, á heimasíðu þess. Notuð er svokölluð RSS tækni til að streyma fréttunum og þær uppfærast því sjálfkrafa. Líftími þeirra ræðst af því hve margar berast á hverjum degi. Öllum stofnunum ráðuneytisins, nema framhaldsskólunum, var að þessu sinni boðið að taka þátt í þessu verkefni. Aðeins hluti stofnananna er með RSS streymi á heimasíðum sínum, en vonir standa til þess að þeim fjölgi og fleiri vilji notfæra sér þetta.
- Sjá nánar á forsíðu vefs ráðuneytisins: www.menntamalaraduneyti.is eða www. mrn.is.