Niðurstaða forinnritunar í framhaldsskóla
Innritunarhlutfall 89%, þ.e. hlutfall þeirra nemenda sem ljúka 10. bekk í vor og hafa þegar innritað sig.
Forinnritun fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla í framhaldsskóla næsta skólaár lauk þann 30. mars sl. Um 89% þeirra nemenda, sem ljúka grunnskóla í vor, innrituðu sig, þ.e. 4.052 nemendur af þeim 4.548 sem gert er ráð fyrir að ljúka grunnskólanámi í vor. Opnað verður fyrir innritun 10. bekkinga 4. maí nk. og er síðasti dagur til að skrá sig 8. júní.
Við forinnritun og innritun geta nemendur valið tvo skóla sem sitt fyrsta og annað val, en skólarnir taka jafnt tillit til umsókna hvort heldur nemendur velja þá sem fyrsta eða annað val. Ljóst er að aðsókn í suma skóla er umfram fjölda nýnemaplássa og því ljóst að ekki komast allir í þann skóla, sem þeir völdu sem fyrsta valkost. Á haustönn 2011 fengu rúmlega 98% nemenda inni í öðrum hvorum þeirra skóla, sem þeir sóttu um í.
Skóli | Val 1 | Val 2 | Alls | Fjöldi nýnema-plássa | Mismunur |
Borgarholtsskóli | 176 | 216 | 392 | 240 | -152 |
Fjölbraut í Breiðholti | 140 | 184 | 324 | 250 | -74 |
Fjölbrautask. Mosfellsbæ | 21 | 34 | 55 | 35 | -20 |
Fjölbrautask. Norðurl. Vestra | 71 | 34 | 105 | 65 | -40 |
Fjölbrautaskóli Snæfellinga | 31 | 13 | 44 | 55 | 11 |
Fjölbrautaskóli Suðurlands | 181 | 77 | 258 | 223 | -35 |
Fjölbrautaskóli Suðurnesja | 191 | 69 | 260 | 230 | -30 |
Fjölbrautaskóli Vesturlands | 103 | 37 | 140 | 125 | -15 |
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | 141 | 272 | 413 | 150 | -263 |
Fjölbrautaskólinn við Ármúla | 43 | 108 | 151 | 130 | -21 |
Flensborg | 140 | 152 | 292 | 182 | -110 |
Framhaldssk í Vestm.eyjum | 44 | 11 | 55 | 71 | 16 |
Framhaldsskólinn á Húsavík | 20 | 16 | 36 | 32 | -4 |
Framhaldsskólinn á Laugum | 16 | 32 | 48 | 45 | -3 |
Framhaldsskólinn í A-Skaftaf | 21 | 21 | 30 | 9 | |
Iðnskólinn í Hafnarfirði | 42 | 68 | 110 | 100 | -10 |
Kvennaskólinn | 266 | 400 | 666 | 250 | -416 |
Mennaskólinn í Reykjavík | 295 | 211 | 506 | 225 | -281 |
Menntaskóli Borgarfjarðar | 28 | 20 | 48 | 35 | -13 |
Menntaskólinn a Laugarvatni | 61 | 78 | 139 | 52 | -87 |
Menntaskólinn á Akureyri | 203 | 115 | 318 | 220 | -98 |
Menntaskólinn á Egilsstöðum | 81 | 27 | 108 | 86 | -22 |
Menntaskólinn á Ísafirði | 53 | 17 | 70 | 78 | 8 |
Menntaskólinn á Tröllaskaga | 24 | 11 | 35 | 45 | 10 |
Menntaskólinn í Kópavogi | 188 | 238 | 426 | 245 | -181 |
Menntaskólinn við Hamrahlíð | 328 | 259 | 587 | 260 | -327 |
Menntaskólinn við Sund | 224 | 293 | 517 | 224 | -293 |
Tækniskólinn | 162 | 177 | 339 | 175 | -164 |
Verkmenntask. Akureyri | 201 | 247 | 448 | 200 | -248 |
Verkmenntask. Austurlands | 26 | 27 | 53 | 50 | -3 |
Verslunarskóli Íslands | 535 | 258 | 793 | 336 | -457 |
Samtals | 4.056 | 3.701 | 4.444 |