Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

Á Smyrlabjörgum fá ferðamenn matarást á Íslandi!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Ferðamenn á Íslandi eiga svo sannarlega kost á góðu því að flóra veitingastaða er mun fjölskrúðugri en flesta grunar og þá hefur orðið mikil aukning í því að bændur og búalið selji matvörur sem unnar eru úr hráefni úr heimabyggð.  Á allra næstu dögum verður hleypt af stokkunum Iceland Local Food Guide á þar til gerðri heimasíðu, samfélagsmiðlum og bæklingi. Þar verður íslensk matarmenning í hávegum höfð og veittar upplýsingar um veitingastaði og framleiðendur um allt land sem bjóða staðbundinn íslenskan sælkeramat og íslenskar sælkeraafurðir www.icelandlocalfoodguide.is

Valgerður Matthíasdóttir og félagar hafa matreitt fjölmörg myndbönd þar sem veitingastaðir um allt land eru heimsóttir og töfra fram girnilegar mataruppskriftir.   

Sveitahótelið Smyrlabjörg er skammt frá Höfn í Hornafirði og á þeim bænum er mikil áhersla lögð á hráefni úr heimabyggð og þar er svo sannarlega af nægu að taka - og auðvitað er gestum sögð öll sagan. 

Sjón er sögu ríkari! 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta