Laust til umsóknar starf sérfræðings á upplýsinga- og fjármálasviði.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á upplýsinga- og fjármálasviði.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á upplýsinga- og fjármálasviði. Um er að ræða fullt starf.
Starfið felur einkum í sér eftirfylgni með framkvæmd fjárlaga og samningum sem ráðuneytið er aðili að. Einnig er gert ráð fyrir aðkomu að fjárlagagerð og ýmsum tilfallandi verkefnum tengdum fjárreiðum þeirra málaflokka sem falla undir ráðuneytið. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, sjálfstæðum vinnubrögðum, ritfærni og hæfni í mannlegum samskiptum, auk þekkingu á nýtingu upplýsingatækni. Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg.
Menntunarkröfur eru háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegu námi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á starfsemi og rekstri opinberra stofnana. Ráðuneytið leitar að einstaklingi sem er jákvæður, skipulagður og reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningum Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00, föstudaginn 11. maí 2012.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gísli Þór Magnússon, skrifstofustjóri upplýsinga- og fjármálasviðs.