Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

ESA telur allsherjarbann við gengistryggingu lána ganga gegn EES-samningnum

Þann 19. apríl sl. bárust efnahags- og viðskiptaráðuneytinu formlegar athugasemdir (e. Letter of Formal Notice) frá ESA þar sem ESA kemst að þeirri niðurstöðu að allsherjarbann við gengistryggingu lána sem veitt eru í íslenskum krónum, líkt og kveðið er á um í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, gangi gegn 40. gr. EES-samningsins.

Meginathugasemdir ESA eru þær að allsherjarbann við gengistryggingu lána sem veitt eru í íslenskum krónum muni fæla íslenskar fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskum krónum. Þar af leiðandi sé um brot á 40. gr. EES-samningsins að ræða. Hins vegar geti verið réttlætanlegt að takmarka aðgang neytenda að slíkum lánum með einhverjum hætti enda séu þeir yfirleitt með tekjur í íslenskum krónum og eigi því erfitt með að mæta sveiflum á gengi erlendra gjaldmiðla. Jafnframt sé ekki víst að neytendur hafi nægilega þekkingu til að takmarka þá áhættu sem leitt getur af slíkum lántökum.  Allsherjarbann við gengsistryggingu lána sé þó ekki réttlætanlegt á þessum grundvelli enda sé hægt sé að ná fram næganlegri neytendavernd án þess að ganga svo langt.

Rétt er að benda á að ESA telur álitið hvorki hafa áhrif á endurútreikning gengistryggðra lána né gjaldeyrishöft.

Ráðuneytið, ásamt utanaðkomandi lögfræðingum, skoðar nú athugasemdirnar til að meta áhrif þeirra, til dæmis hvað varðar endurútreikning gengistryggðra lána. Íslensk stjórnvöld hafa nú tvo mánuði til að bregðast við athugasemdum ESA.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta