Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

SagaMedica og íslensk ætihvönn ná miklum markaðsárangri erlendis - náttúrulega!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Markviss vöruþróun og öflugt markaðsstarf fyrirtækisins SagaMedica hefur skilað þeim árangri að vörur fyrirtækisins eru nú fáanlegar í yfir tvö hundruð verslunum í Norður Ameríku. Fyrirtækið leggur í allri markaðssetningu mikla áherslu á það sem það kallar Græna gullið, þ.e. að varan sé unnin úr íslensku hráefni, hún byggi á íslensku hugviti og sé alfarið íslensk framleiðsla.

Náttúruefninu SagaPro er ætlað að draga úr tíðni næturþvagláta. Varan er unnin úr íslenskri ætihvönn sem sýnt hefur verið að innihaldi lífvirk efni sem geta gagnast til að draga úr fjölda salernisferða á nóttunni, en það er algengt vandamál hjá fólki af báðum kynjum.

Sala á SagaPro hefur vaxið á netinu og fjalla bresk stuðningssamtök fólks með ofvirka blöðru um vöruna í ársfjórðungslegu tímariti sínu í sumar. Tímaritið berst til rúmlega 2.000 heilbrigðisstarfsmanna í Bretlandi og má því með sanni segja að SagaPro sé líklegt til að vekja mikla athygli þar í landi á næstunni, enda mikið nýnæmi í þessum afmarkaða geira þar sem vöruþróun hefur verið tiltölulega lítil síðustu áratugi. SagaPro er frábært dæmi um það hvernig íslensk náttúra, nýsköpun og markaðssetning geta skapað verðmæti í sameiningu.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta