Drög að breytingu á reglugerð um köfun til umsagnar
Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð til breytinga á reglugerð um köfun nr. 535/2001. Umsagnafrestur um drögin er til 7. maí næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið [email protected].
Markmið reglugerðarinnar eru einkum að bæta öryggi ferðamanna með því að gera tilteknar kröfur til þeirra sem bjóða upp á leiðsöguköfun og yfirborðsköfun með ferðamenn. Er hér fyrst og fremst verið að bregðast við aukinni atvinnuköfun í tengslum við ferðaþjónustu, einkum köfun sem á sér stað í Silfru á Þingvöllum.