Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

Svona á að byggja upp góða ferðamannastaði!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Nýverið var gefið út leiðbeiningaritið „Góðir staðir“ en það er stútfullt af góðum ráðum hvernig standa beri að skipulagi og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna.

Ritið er unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Framkvæmdasýslu ríkisins og Hönnunarmiðstöðvar Íslands og er því ætlað að byggja brú á milli sveitarfélaga og ríkis annars vegar og hönnuða og framkvæmdaaðila hins vegar. Ritinu er jafnframt ætlað að vera hvatning til þeirra fjölmörgu aðila sem standa að uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi öllu að huga vel að undirbúningi og skipulagningu því að vel skal vanda það sem lengi skal standa.

Í inngangi að ritinu segir meðal annars: „Náttúruperlur landsins eru ómetanlegur hluti af þjóðararfleifð okkar. Við uppbyggingu ferðamannastaða þarf að hafa í huga að vandað verk samanstendur af þremur órjúfanlegum þáttum undirbúningi, hönnun og framkvæmd. Ávallt skal leggja áherslu á gæði, fagmennsku og vandvirkni og hafa skal í huga að ábyrg ferðaþjónusta stuðlar að verndun menningar og náttúrulegs umhverfis. Að baki vel heppnaðar framkvæmda er vönduð hönnun og góður undirbúningur.

„Góða staði“ má t.d. sjá á heimasíðu ferðamálastofu

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta