Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2012 Matvælaráðuneytið

900 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur ... og þar af fjögur á vegum iðnaðarráðuneytisins!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Vinnumálastofnun mun um helgina auglýsa 900 sumarstörf á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga sem ætluð eru námsmönnum og atvinnuleitendum. Þetta er þriðja árið sem ráðist er í svona sumarátak og hefur reynslan verið mjög góð. Áætlað er að verja allt að 383 milljónum króna til verkefnisins og mun Vinnumálastofnun stýra átakinu.

Iðnaðarráðuneytið auglýsir að þessu sinni eftir fjórum sumarstarfsmönnum. Einum á skrifstofu nýsköpunar og þróunar og öðrum á skrifstofu orkumála. Hinir tveir munu starfa hjá Höllu og hennar fólki á Hönnunarmiðstöð Íslands.

Störfin 900 verða auglýst á vef Vinnumálastofnunar undir tenglinum „Sumarstörf“ og verður opnað fyrir umsóknir mánudaginn 30. apríl. Störfin verða auglýst á heimasíðu Vinnumálastofnunar og með auglýsingablöðungi og geta námsmenn og atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun sótt um störfin með rafrænum hætti. Ráðningatími hvers einstaklings miðast við tvo mánuði í sumar.

Upplýsingar um störfin og rafræn umsóknareyðublöð liggja frammi á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vmst.is

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta