Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný norræn barnabókmenntaverðlaun undirbúin

Norrænu menningarmálaráðherrarnir ákváðu að beita sér fyrir því að efnt verði til nýrra norrænna verðlauna fyrir barnabókmenntir.
Ný norræn barnabókmenntaverðlaun undirbúin
Ný norræn barnabókmenntaverðlaun undirbúin

Á vettvangi norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs hefur um árabil verið rætt hvort efna ætti til sérstakra norrænna verðlauna fyrir barnabókmenntir. Á fundi í Osló 26. apríl ákváðu ráðherrarnir að stíga skrefið til fulls og óska eftir samstarfi við Norðurlandaráð um fyrirkomulag slíkra verðlauna. Ráðgert er að þau verði með svipuðu móti og önnur norræna verðlaun, t.d. bókmenntaverðlaunin og umhverfisverðlaunin. Að auki samþykktu ráðherrarnir að efla norrænar barnabókmenntir með ýmsum öðrum aðgerðum, þ.e. að auka þýðingarstyrki og efla tengslanet þýðenda, útgefenda og bókmenntamiðstöðva og nýta hina árlegu norrænu bókasafnaviku í þeim tilgangi. Þá er einnig ráðgert að auka starfsemi rithöfundaskóla fyrir ungt fólk og þeir starfi um öll Norðurlönd en þeir hafa hingað til aðeins verið í skandínavísku ríkjunum.

Á fundi ráðherranna var einnig ákveðið að styðja við fríborgarfyrirkomulagið, sem er fyrir rithöfunda, sem ekki er vært í heimalandi sínu. Reykjavík er þegar þátttakandi í slíku samstarfi.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sagði á fundi ráðherranna að hún teldi að ákvörðun þeirra hefði  mikla þýðingu fyrir norrænt samstarf og gæfi barnabókmenntum ríkjanna aukið vægi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta