Hoppa yfir valmynd
2. maí 2012 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra ræðumaður á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var ræðumaður síðastliðið mánudagskvöld á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju sem er liður í árlegri sæluviku Skagfirðinga. Á dagskrá kirkjukvöldsins var einnig söngur Kirkjukórs Sauðárkróks og Helga Rós Indriðadóttir söng einsöng við meðleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.

Ögmundur Jónasson var ræðumaður á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju á sæluviku Skagfirðinga.
Ögmundur Jónasson var ræðumaður á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju á sæluviku Skagfirðinga.

Í ræðu sinni dró ráðherrann upp mynd af því hvernig skagfirsk ljóðskáld hefðu gjarnan ort um Skagafjörðinn og vitnaði hann meðal annars til Hannesar Péturssonar, Andrésar Björnssonar eldri, Jónasar Jónassonar og Stephans G. Stephanssonar. Einnig fjallaði hann um lýsingu Páls Kolka á Húnvetningum og Skagfirðingum og minnti á hvernig það besta úr menningu fortíðar eigi erindi við okkar samtíð ef við vildum vera landi okkar og þjóð hollráð. Það gæfi fast land undir fætur og gæfi sjálfstraust.

Kirkjukvöld í Sauðákrkrókskirkju var vel sótt.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta