Hoppa yfir valmynd
2. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Það ku vera fallegt í Kína – og þar er líka aragrúi viðskiptatækifæra!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Oft er sagt að þar sem er mikill fjöldi fólks - þar hljóti að leynast álitleg viðskiptatækifæri. Kínverjar eru fjölmennasta þjóð veraldar, fyrir hvern Íslending eru 3.900 Kínverjar og því ekki úr vegi að skima í austurátt í leit að viðskiptatækifærum.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa reynt fyrir sér í Kína með mjög góðum árangri og föstudaginn gangast Íslandsstofa og viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins fyrir kynningarfundiu um viðskipti í Kína. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel Reykjavík og stendur frá 9 til 11:30.

Tilgangurinn með fundinum er að veita þeim fyrirtækjum sem áhuga hafa á viðskiptum í Kína hagnýtar upplýsingar sem nýtast þeim í daglegu starfi. Fulltrúar frá Marel og Icelandair munu segja reynslusögur og fulltrúar kínverska sendiráðsins á Íslandi, Íslensk-Kínverska viðskiptaráðsins, sendiráðs Íslands í Pekíng og Íslandsstofa munu einnig kynna og vera til staðar til að svara fyrirspurnum.

Fulltrúar allra fyrirtækja eru velkomnir, hvort sem þau eru að huga að því að komast inn á kínverska markaðinn eða hafa þegar haslað sér þar völl og vilja auka árangurinn af starfi sínu.
Fulltrúar frá atvinnulífinu og hinu opinbera flytja stutt erindi og á eftir gefst fundargestum kostur á að ræða einslega við þá um sín mál (B2B). 

Fimmtudaginn 3. maí fundar Pétur Yang Li viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Kína með fulltrúum fyrirtækja sem vilja leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðsins. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Borgartúni 35. Auk Kína eru umdæmislönd sendiráðsins: Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Kambódía, Laos og Víetnam.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á Íslandsstofu, sími 511 4000.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta