Hoppa yfir valmynd
2. maí 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vatn í myndum og máli

Vatnspúsl.
Vatnspúsl.

Vatn er umfjöllunarefni ljósmyndasýningar á plakötum sem hengd hafa verið upp í strætóskýlum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Að átakinu standa umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara en til þess er efnt í tilefni af evrópsku ári vatnsins.

Plakötin prýða myndir eftir ljósmyndarana Báru Kristinsdóttur, Bjargeyju Ólafsdóttur, Charlottu Hauksdóttur, Einar Fal Ingólfsson og Ívar Brynjólfsson og sýna vatn í ýmsum myndum. Að auki er að finna á þeim staðreyndir um vatnsauðlindina sem beina sjónum að því hversu margbreytilegu hlutverki vatnið gegnir fyrir mann og náttúru.

Plakötin standa uppi til 7. maí næstkomandi.

Þá er af sama tilefni efnt til hádegisfyrirlestra undir yfirskriftinni Má bjóða þér vatn?  (tengill) Fyrstu fyrirlestrarnir verða í dag, í Norræna húsinu kl. 12:10, þar sem Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands og Bjarni Gíslason, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar fjalla um vatnsauðlindina á Íslandi og í Afríku.

Gert er ráð fyrir að slík hádegiserindi, þar sem fjallað er um vatn frá ólíkum sjónarhornum, verði með reglulegu millibili út árið.  Verða erindin auglýst sérstaklega þegar þar að kemur.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta