Hoppa yfir valmynd
4. maí 2012 Innviðaráðuneytið

Hagnaður hjá Isavia á síðasta ári

Aðalfundur opinbera hlutafélagsins Isavia var haldinn í gær og kom þar meðal annars fram að árið hefði einkennst af breytingum. Umferð um Keflavíkurflugvöll hefði vaxið um 18% frá fyrra ári sem styrkt hefði fjárhag félagsins en rekstur innanlandsflugs væri erfiður meðal annars vegna fjölda flugvalla og fárra farþega.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Isavia.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Isavia.

Fjármálaráðuneytið fer með eignarhald félagsins fyrir hönd ríkissjóðs. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var viðstaddur aðalfundinn og kvaðst hann í ávarpi sínu í lok fundar taka undir með Þórólfi Árnasyni, formanni stjórnar, og sagði vel hafa tekist til með rekstur Isavia. Félagið væri reiðubúið að takast á við aukin verkefni og rík innistæða virtist fyrir þeirri bjartsýni sem einkenndi málflutning forráðamanna þess. 

Fram kom í máli stjórnarformanns að sameiningin félaga í Isavia  árið 2010 hefði reynst heillaspor. Félagið hefði náð að hagræða og spara í rekstri fyrir hundruð milljóna króna. Það hafi styrkst fjárhagslega og faglega og sé nú eitt af 40 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við veltu.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Isavia.

Í stjórn félagsins var endurkjörin á aðalfundinum en hana skipa: Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Rut Jónasdóttir, Jón Norðfjörð, Ragnar Óskarsson og Þórólfur Árnason.

Í varastjórn voru kosin: Jóhanna Harpa Árnadóttir, Ólafur Sveinsson, Sigrún Pálsdóttir, Hjörtur M. Guðbjartsson og Sigurbjörn Trausti Vilhjálmsson.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta