Hoppa yfir valmynd
4. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Valka ehf. hlýtur Vaxtarsprotann 2012

Iðnaðarráðherra afhendir Vaxtarsprotann 2012
Iðnaðarráðherra afhendir Vaxtarsprotann 2012

Fyrirtækið Valka ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2012 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Fyrirtækið meira en þrefaldaði veltu sína milli áranna 2010 og 2011 úr tæplega 130 m.kr í um 410 m.kr. Fyrirtækin Kvikna, ORF-líftækni, og Thorice fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári.

Vaxtarsprotinn er viðurkenning sem veitt er á vegum Samtaka iðnaðarins, Rannsóknamiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík. Tilgangurinn er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra, afhenti Helga Hjálmarssyni, verkfræðingi, stofnanda og  framkvæmdastjóra Völku ásamt stjórn og öðrum starfsmönnum fyrirtækisins Vaxtarsprotann 2012 að viðstöddum fulltrúum sprotafyrirtækja og stuðningsaðilum atvinnulífsins í Grasagarðinum Laugardal við hátíðlega athöfn í morgun.

Alls hlutu fjögur sprotafyrirtæki viðurkenningu fyrir öflugan vöxt milli áranna 2010 og 2011, en viðurkenningunum var skipt í tvo flokka. Í 2. deild, þ.e. flokki sprotafyrirtækja með veltu á bilinu 10-100 milljónir hlutu fyrirtækin Kvikna ehf. og Thorice ehf. viðurkenningu en í 1. deild, flokki sprotafyrirtækja með ársveltu á bilinu 100-1000 milljónir fengu fyrirtækin Valka ehf. og Orf-líftækni ehf. viðurkenningu.

Aldarviðurkenning VFÍ er veitt einstaklingum fyrir framlag sem byggt er á sérhæfðri þekkingu á sviði tækni og raunvísinda til nýsköpunar og framfara í íslensku atvinnulífi. Henni er ætlað að vekja athygli á afrekum sem hafa haft umtalsverð áhrif á efnahagslíf og lífsgæði á Íslandi eða eru líkleg til að gera það í framtíðinni.

Viðurkenningar voru veitt í þremur flokkum. Björn Örvar, Einar Mäntylä og Júlíus B. Kristinsson sem stofnuðu ORF Líftækni árið 2001,

Valka ehf var stofnað árið 2003 af Helga Hjálmarssyni verkfræðingi sem er jafnframt framkvæmdarstjóri fyrirtækisins en þar starfa nú 14 manns við hönnun, verkefnastýringu, samsetningar og sölu.

Framleiðsla á tækjum Völku er að mestu leyti unnin af íslenskum verktökum. Valka ehf. er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslur. Valka býður margskonar lausnir og búnað allt frá stökum vogum, innmötunarvélum og flokkurum yfir í heildarkerfi með heilfiskflokkurum, flæðilínum og pökkunarkerfi. RapidFish hugbúnaðurinn er einfalt en öflugt framleiðslustjórnar- og pantanakerfi fyrir fiskvinnslur og sölufyrirtæki.

Nú nýverið kynnti Valka nýja röntgen stýrða beinaskurðarlínu sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Eftirspurn eftir sjálfvirkum beinaskurði er mjög mikil og er því reiknað með að sú lína muni styðja enn frekar undir framtíðarvöxt félagsins.

Valka byggir þróunarstarf sitt á nánu samstarfi fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og hefur m.a. notið stuðning AVS-sjóðsins í því sambandi. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur einnig tekið þátt í uppbyggingarstarfi fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur tvisvar áður hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt, en er nú VAXTARSPROTI ársins 2012.


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta