Hoppa yfir valmynd
7. maí 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Könnun á íþróttakennslu í framhaldssskólum

Liður í þriggja ára áætlun um ytra mat á framhaldsskólum


Mennta- og menningarmálaráðuneyti réð Capacent Gallup til að kanna ýmsa þætti í íþróttakennslu í framhaldsskólum vorið 2011. Könnunin var gerð í samræmi við þriggja ára áætlun ráðuneytisins um ytra mat í framhaldsskólum og er hluti af eftirliti ráðuneytisins sbr. 3. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008.  

Í skýrslu Capacent Gallups með niðurstöðum könnunarinnar er byggt á svörum skólameistara í 32  framhaldsskólum. Í henni kemur t.d. fram að við tvo skóla eru ekki starfandi íþróttakennarar og í þremur skólum er engin bókleg kennsla í íþróttum. Meirihluti íþróttakennara, um 57% eru karlar og í átta skólum stunda ekki allir nemendur í reglulegu dagskólanámi íþróttir samkvæmt stundaskrá fyrstu fjögur árin. Það er mismunandi hve oft í viku nemendur í reglulegu dagskólanámi sækja íþróttatíma og einnig er lengd hvers tíma mismunandi milli skóla. Í öllum skólum er mæting lögð til grundvallar við einkunnagjöf í íþróttum og í meirihluta skólanna er jafnframt horft til virkni í íþróttatímum, framfara og bóklegrar þekkingar. Í 26 skólum er hægt að fá íþróttaiðkun utan skóla metna til eininga en viðmið vegna matsins eru mismunandi milli skóla. Þá má geta þess að í 22 skólum geta nemendur fengið kennslu í sundi, í tíu skólum er boðið uppá sund sem valgrein, í átta skólum sem hluta af brautarkjarna og í tveimur skólum er sundkennsla bæði boðin sem valgrein og sem hluti af brautarkjarna.

Ráðuneytið hefur í kjölfar skýrslunnar óskað eftir skýringum og viðbrögðum þeirra skóla, sem ekki haga kennslu í íþróttum í samræmi við lög og reglur þar að lútandi.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta