Hoppa yfir valmynd
7. maí 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vinaverkefnið í Skagafirði

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Árskóla á Sauðárkróki
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Árskóla á Sauðárkróki
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Árskóla á Sauðárkróki


Mennta- og menningarmálaráðherra, formaður og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, ásamt fylgdarliði kynntu sér Vinaverkefnið í Skagafirði 2. maí sl. Heimsóknin hófst í Árskóla, þar sem nemendur tóku á móti gestum með fjölbreyttum skemmtiatriðum. Síðan var haldið í Hús frítímans þar sem Vinaverkefnið var kynnt ítarlega fyrir gestum ásamt öðrum verkefnum sem unnið er að í sveitarfélaginu.

Í fyrra hlaut Vinaverkefnið í Skagafirði Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Það er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla í Skagafirði, frístundadeildar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, íþróttahreyfingarinnar og foreldra í Skagafirði.

Undirbúningsvinna að vinaverkefninu hófst á vordögum 2008 og vinateymi sett á laggirnar en það hefur það hlutverk að leita leiða og samræma aðgerðir þeirra sem koma að starfi barna og unglinga til að uppfylla það aðalmarkmið verkefnisins að ekkert barn í Skagafirði upplifi vinalausa æsku.

 Markmið vinaverkefnisins:

  • Að fjalla á jákvæðan hátt um virðingu í samskiptum, vináttu og velferð barna og unglinga.
  • Að samræma áherslur þeirra sem koma að leik og starfi með börnum og unglingum í því skyni að búa börnum og unglingum hvetjandi umhverfi.
  • Að leggja áherslu á styrkleika og möguleika hvers einstaklings svo að allir fái notið sín á eigin forsendum í samfélagi við aðra.
  • Að efla samkennd og samstarf allra þeirra sem koma að uppeldi barna og unglinga.
  • Að bjóða upp á úrræði gegn vinaleysi.

 

Leiðir að markmiðum:

  • Stuðla að því að í öllum skólum á öllum stigum verði unnið að forvarnarverkefnum um vináttu.
  • Samræma á vinnu/verkefni sem unnin eru í skólunum á þessu sviði og veita jafningjafræðslu/upplýsingar á milli skólastiga.
  • Auka fræðslu til foreldra og þeirra sem koma að skipulögðu starfi með börnum og unglingum um samskipti og vináttu.
  • Efla félagstengsl barna og unglinga með aðstoð foreldra t.d. í samvinnu við skólana, frístundadeildina, íþróttafélögin o.fl.
  • Nýta viðbragðsáætlun þar sem þörf er á.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta