Hoppa yfir valmynd
8. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Sköpunarkraftur Vestfirðinga fær vængi með nýrri FabLab smiðju

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það er kannski ofmælt að segja að FabLab sé galdratæki – en það kemst ansi nálægt því! Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Og nú er von á einni slíkri til Ísafjarðar og að smiðjunni standa Menntaskólinn á Ísafirði, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Bolungarvíkurkaupstaður og Ísafjarðarbær.

Gert er ráð fyrir að starfssemi hefjist í Fab Lab á Ísafirði næsta haust og á næstu vikum verður búnaður pantaður og undirbúningur hafinn fyrir starfssemi haustsins.  Auglýst verður eftir verkefnastjóra til að annast umsjón smiðjunnar ásamt með starfsmönnum Menntaskólans á Ísafirði.

Fab Lab smiðja er vel til þess fallin að efla nýsköpun og þróun á litlum atvinnusvæðum og getur eflt verulega möguleika íbúa til að skapa sér lífsviðurværi með eigin hugmyndum.  Það er efalaust að  Fab Lab smiðjan á Ísafirði mun nýtast vel til kennslu í hönnun og teikningu við Menntaskólann á Ísafirði  sem og við grunnskóla Ísafjarðarbæjar,  Bolungarvíkur og Súðavíkur.  Smiðjan verður einnig opin fyrir almenning og fyrirtæki, sem vilja þróa og hrinda í framkvæmd sínum hugmyndum.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta