Hoppa yfir valmynd
9. maí 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hjólað í vinnuna

Katrín Jakobsdóttir flutti ávarp við setningu átaksins

Hjólað í vinnuna
Hjólað í vinnuna

Opnun átaksins Hjólað í vinnuna fór fram í Húsdýragarðinum í morgunn. Flutt voru ávörp í tilefni þess að verkefnið er tíu ára. Fram kom að gífurleg aukning hefur orðið í hjólreiðum almennt í landinu og endurspeglar nokkur þúsund prósenta aukning á þátttöku í Hjólað í vinnuna frá því að verkefnið hófst fyrir tíu árum síðan. Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir hjólaði svo til vinnu í ráðuneytið ásamt góðum hópi starfsmanna sem mættir voru í opnunina að þessu sinni. Í ávarpi sínu sagði mennta- og menningarmálaráðherra:

Átakið Hjólað í vinnuna er nú að fara af stað í tíunda sinn. Verkefni eins og þetta eldast misjafnlega en Hjólað í vinnuna hefur náð að eflast og virðist áhugi almennings á umhverfisvænum ferðamáta vera að aukast ef tekið er mið af þátttökunni sem hefur aukist jafnt og þétt. Enda er eitt meginmarkmið Hjólað í vinnuna að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Ég get einnig sagt það með nokkru stolti að hópur starfsmanna úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi og þeir standa sig bara býsna vel.

Mig langar til þess að minnast á að nýverið gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum. Þar er sérkafli um almenningsíþróttir og segir í inngangi þess kafla að íþróttaiðkun almennings sé einn af lykilþáttum sem geta haft áhrif á lífsstíl fólks og leitt til heilbrigðara lífernis. Ein af þeim leiðum sem lagt er upp með er að styðja við almenningsíþróttaverkefni sem stuðla að heilbrigði þjóðarinnar. Ég held líka að með stuðningi við Hjólað í vinnuna og önnur verkefni á sviði almenningsíþrótta minnum við á mikilvægi þess að gera góða hreyfingu að daglegri venju.

Í stefnunni eru vinnustaðir einnig hvattir til þess að gera ráð fyrir reiðhjólageymslum, sturtum og búningsaðstöðu og svo eru sveitarfélög einnig hvött til þess í skipulagsvinnu sinni að gera ráð fyrir reiðhjóla- og göngustígum. Hvað þetta varðar hefur þróunin verið jákvæð á undanförnum árum og hafa samgöngur batnað verulega þó enn sé verk óunnið.  Þó að bensínverð sé hátt nú um stundir tel ég að betri samgöngur hjólafólks haldist í hendur við aukinn hjólreiðaáhuga sem svo sannarlega birtist í verkefninu Hjólað í vinnuna.

Við vitum öll að það getur verið frelsandi og frískandi að stíga upp hjól og þjóta áfram með vindinn í hárinu.    

Hjólað í vinnunaHjólað í vinnuna    

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta