Hoppa yfir valmynd
9. maí 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

HringÞing um menntamál innflytjenda í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og fullorðinsfræðslu 

Þingið er haldið föstudaginn 14. september í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þátttakendum er gefinn kostur á að kynna áhugaverð og hagnýt verkefni sem tengjast menntamálum innflytjenda á HringÞinginu.


HringÞing 2012
HringÞing

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða auglýstar síðar.

Drög að dagskrá

Markmið

  • Skapa samræðuvettvang þeirra sem koma að menntamálum innflytjenda.
  • Draga fram stöðuna í menntamálum innflytjenda á öllum skólastigum.
  • Kalla eftir forgangsröðun verkefna í þróun menntunar innflytjenda.
  • Fá kynningar á fyrirmyndarverkefnum í námi og kennslu innflytjenda á öllum skólastigum.
  • Greina forgangsverkefni fyrir væntanlega framkvæmdaáætlun ríkis og sveitarfélaga.

Þátttakendur

Fulltrúar innflytjenda, kennarar, stjórnendur og aðrir sem tengjast á einhvern hátt leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigi og fullorðinsfræðslu. Stjórnendur og stefnumótandi aðilar hjá ríki og sveitarfélögum sem vinna að mótun og framkvæmd stefnu á ýmsum sviðum menntunar innflytjenda.

HringÞingið er öllum opið og eru foreldrar, nemendur og aðrir áhugasamir hvattir til að taka þátt.

Kynning á fyrirmyndarverkefnum

Þátttakendum er gefinn kostur á að kynna áhugaverð og hagnýt verkefni sem tengjast menntamálum innflytjenda á HringÞinginu. Upplýsingar um verkefni sendist fyrir 15. júní 2012.

Að HringÞinginu standa: Innflytjendaráð, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar,  Fjölmenningarsetur, Tungumálatorg, Háskóli Íslands, Þjónustumiðstöð Breiðholts og Samband íslenska sveitarfélaga

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta