Hoppa yfir valmynd
9. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Leikskólinn Arnarberg í heimsókn

Börn úr leikskólanum Arnarberg
Börn úr leikskólanum Arnarberg

Það var fallegur hópur ungra Íslendinga sem heimsótti ráðuneytið að morgni 9. maí 2012. Hér var um að ræða leikskólabörn ásamt leikskólakennurum frá leikskólanum Arnarbergi í Hafnarfirði, sem langaði til að fá að sjá "fínar skrifstofur". Hópurinn borgaði svo fyrir sig með því að syngja hvert ljóðið og lagið á fætur öðru. Leiddi hugann að því hve auðvelt það er að láta ung börn læra falleg ljóð sem þau kunna svo allan aldur. Ráðuneytið tók á móti hópnum sem um erlenda þjóðhöfðingja væri að ræða, spjallað var við krakkana og sagt frá ráðuneytinu og síðan boðið upp á popp og ávexti.
Börn úr leikskólanum Arnarberg















Börn úr leikskólanum Arnarberg II

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta