Hoppa yfir valmynd
10. maí 2012 Dómsmálaráðuneytið

Afhentu Landhelgisgæslunni tvær milljónir króna í þyrlusjóð

Fulltrúar Ásatrúarfélagsins afhentu í dag Landhelgisgæslunni tveggja milljóna króna framlag í þyrslusjóð sem stofnaður er í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Gjöfin var afhent um borð í varðskipinu Þór sem liggur við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn.

Ásatrúarfélagið færði Landhelgisgæslunni tvær milljónir króna í þyrlusjóð í tilefni af 40 ára afmæli félagsins.
Ásatrúarfélagið færði Landhelgisgæslunni tvær milljónir króna í þyrlusjóð í tilefni af 40 ára afmæli félagsins.

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði sagði við stutta athöfn við afhendinguna að það hefði þótt við hæfi að leggja til þúsund krónur frá hverjum félagsmanni í þyrlusjóð. Væri sjóðnum ætlað að vera vettvangur allra landsmanna til að efla öryggi lands og þjóðar. Landhelgisgæslan mun setja sjóðnum reglur en verndari hans er Öldugaráðið, félag starfsmanna Landhelgisgæslunnar sem hættir eru störfum.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók við gjöfinni að viðstöddum Sigurði Steinari Ketilssyni, skipherra á Þór, Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, fleiri fulltrúum Landhelgisgæslunnar og gestum. Georg  þakkaði Ásatrúarfélaginu fyrir og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagðist sjá fyrir sér að þetta framtak ásatrúarmanna yrði fordæmi fyrir sem flesta Íslendinga að leggja fram þúsund krónur í sjóðinn.

Fulltrúar Ásatrúarfélagsins afhentu Landhelgisgæslunni framlag í þyrlusjóð.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta