Hoppa yfir valmynd
10. maí 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðstefna  um samvinnu skóla og barnaverndar

Fjallað verður um stöðu þeirra barna, gagnvart skóla og menntun, sem einnig fá þjónustu í barnaverndarkerfinu.

Barnaverndarstofa stendur fyrir ráðstefnu um samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:30-16:00. Fjallað verður um stöðu þeirra barna, gagnvart skóla og menntun, sem einnig fá þjónustu í barnaverndarkerfinu, ekki síst fósturbarna og barna á meðferðarheimilum, og mikilvægi samvinnu milli mismunandi aðila, sem að málum koma. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Bo Vinnerljung frá Svíþjóð og Tore Andreassen frá Noregi. Nokkur styttri íslensk innlegg fjalla um tækifæri og áskoranir í samstarfi barnaverndar og skóla hér á landi.

Bo Vinnerljung er prófessor í félagsráðgjöf og sérfræðingur hjá Socialstyrelsen í Svíþjóð. Hann hefur í samvinnu við þarlenda sérfræðinga gert umfangsmiklar rannsóknir á námsárangri fósturbarna og þróað sérstök inngrip í skólakerfinu til að bæta náms- og þroskahorfur þeirra.  Tore Andreassen er sálfræðingur við Barne-, ungdoms-, og familiedirektoratet í Noregi. Hann hefur gert rannsóknir á meðferð barna sem glíma við hegðunarvanda og skipulagt umbætur í sérhæfingu meðferðarstofnana sem meðal annars fela í sér nána samvinnu meðferðaraðila og skólafólks við aðlögun að almennum skóla.

  • Nánari upplýsingar á heimasíðu Barnaverndarstofu, www. bvs.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta