Hoppa yfir valmynd
10. maí 2012 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra ávarpar stofnfund Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins

Utanríkisráðherra, Michael B. Hancock og Birkir Hólm Guðnason.
Össur Skarphéðinsson, Michael B. Hancock og Birkir Hólm Guðnason.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpaði í morgun stofnfund Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMÍS). AMÍS er systurstofnun Icelandic American Chamber of Commerce (IACC) sem er tvíhliða viðskiptaráð með aðsetur í Bandaríkjunum. Ráðinu er ætlað að styrkja enn frekar samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, verslunar, menningar- og menntamála.

Í upphafi máls síns rifjaði utanríkisráðherra upp náin tengsl ríkjanna. Þá vakti hann sérstaka athygli á gríðarlegri aukningu fjölda bandarískra ferðamanna. Rúmlega 50% fleiri ferðamenn komu til Íslands frá Bandaríkjunum árið 2011 miðað við árið á undan og eru Bandaríkjamenn nú fjölmennasti hópur ferðamanna eftir þjóðerni. Enn fremur benti utanríkisráðherra á að Ísland og Bandaríkin eiga sér langa viðskiptasögu og í dag á Ísland í meiri þjónustuviðskiptum við Bandaríkin en nokkurt annað ríki heims. Að lokum óskaði utanríkisráðherra nýrri stjórn til hamingju með glæsilegan stofnfund, en tæplega 100 fyrirtæki eru stofnfélagar.

Stofnfundinn ávörpuðu einnig Luis E. Arrega, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Michael B. Hancock, borgarstjóri Denver í Colorado og Birkir Hólm Guðnason, nýkjörinn formaður AMÍS.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta