Hoppa yfir valmynd
14. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Austurbrú styttir vegalengdina á milli sveitarfélaganna á Austurlandi og ríkisins

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

Stofnfundur Austurbrúar, sameinaðra stoðstofnana á Austurlandi, var haldinn á Reyðarfirði í vikunni sem leið og er markmiðið að efla starfið m.a. með því að auka skilvirkni og einfalda öll samskipti. Með tilkomu Austurbrúar er því kominn öflugur samstarfsaðili á Austurlandi við ríkið sem ætlað er að samhæfa uppbyggingar og þróunarstarf í fjórðungnum. Framlög til atvinnuþróunar (rekstur) auk vaxtar- og menningarsamninga eru þannig gerð við eina stofnun í héraði sem einfaldar umsýslu og yfirsýn við ráðstöfun fjármagns heima í héraði.

Austurbrú tekur við framkvæmd vaxtarsamnings Austurlands af Þróunarfélagi Austurlands sem gildir til ársloka 2013. Meginmarkmið samningsins er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs á Austurlandi og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins.

Í gildi hefur verið samningur milli Þróunarfélags Austurlands  og Byggðastofnunar um atvinnu- og byggðaþróun.  Samningurinn kveður á um framlög til reksturs atvinnuþróunarfélags.  Vegna sameiningar á stoðkerfi atvinnulífsins á Austurlandi tekur Austurbrú yfir ofangreindan samning af Þróunarfélagi Austurlands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem í samningnum greinir. Framlögin renni til nýrrar stofnunar sem mun áfram sinna stuðningi við atvinnulíf á Austurlandi skv. samstarfssamning við Byggðastofnun.

Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem verður til við sameiningu Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Menningaráðs Austurlands og Markaðsstofu Austurlands. Austurbrú mun einnig annast daglega starfsemi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta